Print this page

Fréttir

Apr 7, 2007

Nýr köfunarbátur!


Við hjá Kafarinn.is vorum núna í gærkvöldi að ganga frá kaupum á frábærum köfunarbát.

Category: Almennt
Posted by: hedinn

Um er að ræða gamlan björgunarsveitarbát sem var fluttur inn nýr fyrir sveitina á Höfn í Hornafirði 1985.  Björgunarsveitin á Fáskrúðsfirði fékk bátinn frá Höfn í kringum 1990, en báturinn hefur síðustu tvö ár eða svo verið í einkaeigu á Fáskrúðsfirði.  Báturinn sem er um 8 metra langur af gerðinni Viking er með 200 hestafla Volvo Penta vél, en vélin og hældrifið er nýupptekið.

Til stendur að bjóða upp á að minnsta kosti vikulegar köfunarferðir á bátnum og er alveg ljóst að með bát sem gengur yfir 30 mílur verður lítið mál að skreppa í Vestra og jafnvel til Vestmannaeyja.  Við óskum öllum köfurum sem eru í félagsskapnum hjá okkur til hamingju með þennan nýja möguleika í köfun á höfuðborgarsvæðinu og bjóðum alla velkomna að ganga til liðs við okkur.