Print this page

Fréttir

Apr 23, 2007

Bátsferðir


Köfunarbáturinn okkar er nú kominn í fulla notkun.  Við höfum þegar farið í fjóra túra með upp í átta kafara í ferð.

Category: Almennt
Posted by: hedinn

Tvær ferðir hafa verið farnar suður með Vatnsleysuströnd, ein að Helguskeri og ein við flugvélaflakið við Álftanes.  Menn eru á einu máli um að tilkoma bátsins sé algjör bylting í köfunarmöguleikum á svæðinu.  þegar hefur fundist eitt flak sem ekki var vitað um áður, og gerðist það þegar í fyrsta túr, svo ekki byrjaði það amalega.  það eru allir velkomnir að vera í sambandi og slást í för með okkur á bátnum.  það verða í að minnsta kosti vikulegar kafanir á dagskrá.