Print this page

Fréttir

Jun 15, 2006

Frábær Rauða Hafs ferð sem farin var í mars


Jæja þá er maður loksins búinn að finna tíma til að fara í gegnum hluta af myndunum frá Rauða Hafs ferðinni sem Köfunarskólinn Kafarinn.is skipulagði og farin var í mars síðastliðinn.

Category: Almennt
Posted by: admin

Í ferðina fóru 18 íslenskir kafarar og 2 óbreyttir, samtals 20 manns. Óhætt er að segja að þessi ferð hafi verið afar vel heppnuð og að allir hafi skemmt sér hið besta við köfun og fleira. Við vorum á snekkju í sex daga þar sem lífið snerist eingöngu um að kafa, borða og sofa. Ræst var í fyrstu köfun um klukkan 6.30 á morgnana og hoppað nánast beint útí. Eftir þá köfun var svo tilbúinn lúxus morgunverður, en allt fæði um borð var til fyrirmyndar. Í boði voru fjórar kafanir á dag og þrjár máltíðir, auk snarls sem alltaf lá frammi. Þannig að á milli kafana var brugðið á leik, legið í sólbaði eða skriðið í koju, bara kóngalíf. Til gamans má geta að í áhöfn voru 13 manns til að gera hópnum lífið létt. Eftir sex daga á sjó var svo síðustu nóttinni eytt á hóteli í Sharm el Sheikh þar sem farið var í verslanir, fjórhjólaferð, úlfaldareið að ógleymdu pöpparölti. Endilega kíkið á myndir frá ferðinni hér