Print this page

Fréttir

Nov 17, 2005

Köfunarskólinn Kafarinn.is einkaumboðsaðili Scubapro á ÃÂslandi


Núna yfir helgina var í heimsókn hjá okkur umboðsmaður Scubapro Martin Schlotterbeck.

Category: Almennt
Posted by: admin

Við það tækifæri hélt Martin þjónustunámskeið fyrir kennara skólans Héðinn og Jón Alexander þannig að nú erum við með vottun frá Scubapro upp á að geta þjónustað þeirra vörur. Einnig var við sama tækifæri handsalaður samningur upp á að Kafarinn ehf hafi einkaumboð Scubapro á Íslandi þannig að héðan í frá munum við sjá um sölu og þjónustu fyrir Scubapro. Fljótlega munum við verða með breitt úrval köfunarvara frá Scubapro á lager hjá okkur og ber þar sérstaklega að nefna hinar frábæru Uwatec tölvur og hin stórkostlegu Twin Jet fit, sem þegar eru til á lager.