Categories: Almennt
      Date: Jun 15, 2006
     Title: Fyrsta Nitrox pressan á ͍slandi

Köfunarskólinn Kafarinn.is hefur tekið í notkun fyrstu "Nitrox" loftpressuna á Íslandi.Nitrox er heiti yfir loft þar sem hlutfall á milli súrefnis og köfnunarefnis hefur verið breytt, þ.e.a.s. hlutfall súrefnis hækkað úr 21% sem er venjulegt loft upp í allt að 40%.  Þetta er gert til að auka botntíma kafara, þ.e.a.s. að kafarinn geti verið lengur í kafi án þess að auka hættu á köfunarveiki.  Sem dæmi má nefna að botntími kafara á 18 metra dýpi eykst úr 56 mínútum á lofti upp í 125 mínútur á 36% Nitrox.  Það sem er sérstakt við þessa pressu er að þarna er beitt nýrri tækni til að framleiða Nitrox úr venjulegu andrúmslofti með sérstakri síutækni, þannig að engin blöndun á sér stað og ekki er verið að vinna með hreint súrefni.  Þetta gerir það að verkum að þetta er öruggt kerfi og ekki þarf súrefnishreinsaða kúta né köfunarlungu.