Categories: Almennt
      Date: Oct  8, 2009
     Title: Rauða Hafið 5. mars 2010
Eftir smá hlé á Rauða Hafs ferðum vegna kreppu, blásum við nú aftur til sóknar og leggjum land undir fót og skellum okkur í Rauða hafið.  Um er að ræða ferð um norðurhluta Rauða Hafsins, en þangað höfum við farið þrisvar sinnum áður.  Mikill áhugi er á ferðinni og ljóst nú þegar að þarna verða margir Íslendingar á ferðinni.

Í hópnum sem nú er búinn að staðfesta þátttöku eru í bland þeir sem eru að fara í fyrsta skipti og þeirra sem hafa verið áður, sumir oftar en einu sinni.