Print this page

Um okkur

Köfunarskólinn Kafarinn.is var stofnaður árið 2001 þegar eigandi skólans og stofnandi Héðinn Ólafsson sneri heim eftir köfunarkennaranám í Bretlandi. Framan af var Héðinn eini kennari skólans og sá að mestu um alla starfsemi. Þó kom svo að Jón Alexander Elíasson hóf störf hjá skólanum eftir að hafa klárað Divemaster námskeið hjá Héðni. Jón tók í framhaldi af því kennararéttindi og starfaði við skólann fram á haustið 2008.  Magnús Leifur Sveinsson hefur einnig starfað sem kennari við skólann en hann hlaut alla þjálfun hjá okkur, upp a Kennaranámi.  Auk þessara hefur Héðinn Þorkelsson Divemaster aðstoðað okkur.

Kafarinn.is veitir alhliða þjónustu við kafara. Sölu og viðhald á búnaði, öll PADI námskeið frá Open water upp í Divemaster auk fjölda sérnámskeiða (Specialty).