Fréttir
Jan 17, 2017
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Eftir nokkra ára hlé frá kennslu í köfun erum við hjá Kafarinn.is að bjóða upp á námskeið aftur. Það er ekki þannig að við höfum slegið slöku við í köfun, en við höfum bókstaflega verið á kafi í vinnu.
Feb 23, 2011
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Núna í morgun var birt frétt á Pressunni í kringum myndir sem Héðinn Ólafsson eigandi kafarinn.is tók í Silfru síðastliðinn sunnudag. Endilega skoðið fréttina á pressunni með því að smella
hér.
Oct 16, 2009
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Núna laugardaginn 17. október verður haldin kynnig á fyrirhugaðri Rauða Hafs ferð í húsnæði siglingaklúbbs Nökkva á Akureyri klukkan 10:00
Oct 8, 2009
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Nú í sumar uppgötvaðist að töluverð virkni var orðin á hverasvæði í sunnanverðu Kleifarvatni. Köfunarskólinn Kafarinn.is hefur staðið fyrir ferðum á svæðið.
Oct 8, 2009
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Nú þegar langt er liðið á árið 2009 er ráð að kíkja aðeins um öxl. Árið hefur verið gott og enn eitt árið hefur verið vöxtur í fjölda túrista og einnig nemenda. Aftur á móti, eins og ráð má fyrir gera, þá hefur verið samdráttur í sölu á búnaði.
Oct 8, 2009
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Eftir smá hlé á Rauða Hafs ferðum vegna kreppu, blásum við nú aftur til sóknar og leggjum land undir fót og skellum okkur í Rauða hafið. Um er að ræða ferð um norðurhluta Rauða Hafsins, en þangað höfum við farið þrisvar sinnum áður. Mikill áhugi er á ferðinni og ljóst nú þegar að þarna verða margir Íslendingar á ferðinni.
Apr 23, 2007
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Köfunarbáturinn okkar er nú kominn í fulla notkun. Við höfum þegar farið í fjóra túra með upp í átta kafara í ferð.
Apr 7, 2007
Category: Almennt
Posted by: hedinn
Við hjá Kafarinn.is vorum núna í gærkvöldi að ganga frá kaupum á frábærum köfunarbát.
Jun 15, 2006
Category: Almennt
Posted by: admin
Köfunarskólinn Kafarinn.is hefur tekið í notkun fyrstu "Nitrox" loftpressuna á Íslandi.
Jun 15, 2006
Category: Almennt
Posted by: admin
Köfunarskólinn Kafarinn.is er nú búinn að panta snekkju fyrir allt að 24 kafara í nóvember næstkomandi.
Jun 15, 2006
Category: Almennt
Posted by: admin
Jæja þá er maður loksins búinn að finna tíma til að fara í gegnum hluta af myndunum frá Rauða Hafs ferðinni sem Köfunarskólinn Kafarinn.is skipulagði og farin var í mars síðastliðinn.
Dec 21, 2005
Category: Almennt
Posted by: admin
Sérsveit ríkislögreglustjórans, Víkingasveitin á Íslandi hefur fest kaup á Poseidon köfunarbúnaði hjá Kafarinn.is og skipar sér þar með í sveit með ótal sérsveitum lögreglu og herja um allan heim um notkun á Poseidon.
Nov 17, 2005
Category: Almennt
Posted by: admin
Núna yfir helgina var í heimsókn hjá okkur umboðsmaður Scubapro Martin Schlotterbeck.