Print this page

Klúbbur


Við hjá köfunarskólanum Kafarinn.is rekum sportkafarafélag sem er opið öllu áhugafólki um köfun, hvort sem um er að ræða sportkafara, atvinnukafara, björgunarkafara eða bara þeim sem hafa áhuga á því að vera með. Tilgangurinn með þessu félagi er að efla köfun á Íslandi og er það gert með skipulagningu ferða og auknu fræðslustarfi.  Við erum með á dagskránni hátt í 60 köfunarferðir á þessu ári fyrir félaga, en auk þess geta félagar einnig slegist í för með okkur þegar við förum með túrista og nemendur.

Félagið er rekið að erlendri fyrirmynd þar sem félagið verður eign Köfunarskólans Kafarinn.is og mun skólinn veita margvíslega þjónustu til félagsmanna, þannig að þegar upp er staðið eru menn að fá mun meira út úr félaginu en hingað til hefur þekkst. Hér að neðan er listi yfir það sem innifalið er í félagsgjöldum sem eru kr. 10.000,- á ári.

01. Loft. Hægt er að pressa daglega.
02. Skipulagðar ferðir innanlands og utan.
03. Afsláttur og forgangur í bátaköfunum með Sæfugli hf.
04. Afsláttur af völdum vörum frá Kafarinn.is
05. Afsláttur af búnaðarleigu. Félagar munu sitja fyrir um leigu á búnaði í ferðum.
06. Forkaupsréttur á notuðum búnaði frá skólanum okkar.
07. Forkaupsréttur á lengri ferðum, eins og t.d. Rauða Hafs ferðum okkar.
08. Afslátt allri viðhaldsþjónustu köfunarbúnaðar sem seldur er hjá okkur.
09. Aðgangur að sérstöku spjallsvæði á vefsíðu okkar.

Vinsamlegast verið í sambandi við Héðinn í síma 699 3000 eða með tölvupósti á hedinn@kafarinn.is

Skráning fer fram með því að leggja 10.000,- inn á eftirfarandi reikning 0101-26-2418 kt. 661199-2379 Kafarinn ehf. Vinsamlegast sendið eftirfarandi upplýsingar á hedinn@kafarinn.is. Nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, köfunarréttindi og skírteinisnúmer.  Félagsárið er almanaksárið.