Gullkistuvík
Gullkistuvík er á Kjalarnesi og er einn fallegasti köfunarstaður sem við höfum hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þarna er stórbrotið landslag, sem lætur engan ósnortinn, og mikið dýralíf. Aðkoma að staðnum er yfir jörð bónda á Kjalarnesinu og það er sjálfsögð kurteisi að fá leyfi frá honum. Farið er í sjóinn um sandfjöru. Dýpi er hámark um 15-17 metrar í víkinni. Ef þú hefur áhuga á að slást í för með okkur í Gullkistuvík, endilega hafðu samband.