Vestmannaeyjar vista marga glæsilega köfunarstaði, en sá sem nauðsynlegt er að nefna er Kaplagjóta. Við mælum eindregið með að menn kafi í Kaplagjótu, hafi þeir tækifæri til þess. Við höfum aldrei séð annað eins líf eins og í köfun á þessum stórkostlega stað. Þetta er eini staðurinn við Ísland sem við höfum séð Kolkrabba, reyndar höfum við alltaf séð kolkrabba í köfunum í Kaplagjótu. Tekið skal fram að Kaplagjóta getur verið stórvarasöm og ekki er mælt með köfun þar nema í góðu veðri. Þarna getur myndast myndast mikið sog og erfitt getur verið að komast upp aftur vegna brims. Við förum reglulega til Vestmannaeyja.