Print this page

Davíðsgjá


Davíðsgjá er í norðaustanverðu Þingvallavatni. Gjáin er úti í vatninu sjálfu, og erfitt er að finna hana ef menn eru ekki kunnugir staðháttum. Gjáin er frekar grunn næst landi, en ef menn synda út með henni töluverða leið út í vatn, þá er hún hreint út sagt STÓRKOSTLEG! Brúnin á gjánni er þar á um 10 metra dýpi, en botnin á um 30 metrum, og gjáin ekki breiðari en 1 til 2 metrar, og það er eins og hún lokist fyrir ofan mann þegar maður fer þarna niður. Þetta er staður sem er nauðsynlegt að kíkja á, en munið, farið fyrst með kunnugum. Á þessum stað er frábært að nota scooterana okkar til að ferðast út í gjána.  Ef þú hefur áhuga á að slást í för með okkur á þennan frábæra stað, vertu þá í sambandi.