Print this page

Óttarstaðir


Óttarstaðir er einn vinsælasti köfunarstaðurinn á Íslandi, ekki kannski vegna þess að hann er bestur, heldur vegna þess hversu nálægt hann er borginni, og hversu aðgengilegur hann er. Óttarstaðir eru fyrir utan menningamiðstöðina Straum, rétt fyrir sunnan álverið. Þetta er ágætur staður, mikill gróður og alltaf eitthvað um að vera í lífríkinu. Dýpið þarna er allt að 21 metra, en mjög auðvelt er að velja sér það dýpi sem maður kýs hverju sinni, reyndar er meira að sjá þarna á grynningunum (6-12 metrum), heldur en dýpra. Ef þú hefur áhuga á að slást í för með okkur á þennan áhugaverða stað, vertu bara í sambandi.