Print this page

Sigurjón


Sigurjón er gamall bátur sem sökkt var inn á Sundunum við höfuðborgina, fyrir björgunarsveitirnar að æfa sig á. Dýpið við Sigurjón er um 24 metrar, og situr hann réttur á botninum. Skemmtilegt er að kafa að bátnum í góðu skyggni, og sjá söguna liggja þarna í sandinum. Mjög erfitt er að finna Sigurjón, nema fyrir þá sem eru mjög kunnugir staðháttum. Ef þú hefur áhuga á að kafa í Sigurjón, með köfurum kunnugum staðháttum, talaðu þá við okkur:-)