Print this page

Silfra


Silfra á Þingvöllum er flottasti köfunarstaðurinn á Íslandi! Sumir segja, í heiminum! Þessi kristaltæra gjá er heillandi fyrir alla. Vatnið í gjánni er 2-4° allan ársins hring, skyggnið 150m+ Þarna er hægt að kafa í gegnum hella, niður á 40m+ dýpi. Bara allt sem hugsast getur. Við ætlum ekki einu sinni að reyna að lýsa staðnum, sjón er sögu ríkari. Ef þú vilt kynnast þessari perlu í íslenskri náttúru, skelltu þér á námskeið hjá okkur. Skoðaðu fleiri myndir í myndamöppunni okkar hér til hliðar.