Print this page

Flekkuvík


Flekkuvík er staðsett nálægt Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Flekkuvík er vinsæll köfunarstaður vegna þess að góð aðkoma er að staðnum og stutt á dýpi. Þarna er hægt að velja dýpi allt að 33 metrum og er margt að sjá þarna, veggur sem liggur út með ströndinni og jafnan mikið líf. Það gildir sama um þennan köfunarstað og með alla aðra, það er nauðsynlegt að fara þarna með kunnugum í fyrsta skiptið. Vegurinn niður að Flekkuvík hefur oft verið lokaður með bómu, en við hjá Kafarinn.is erum jafnan með lykil að svæðinu. Ef þú hefur áhuga á að slást í för með okkur á þennan áhugaverða stað, endilega vertu bara í sambandi.