Print this page

Garður

Garður er einn af þessum frábæru köfunarstöðum sem við höfum aðgang að. Í Garðinum er kafað út frá bryggjuenda, þar er hvítur skeljasandur, sem bætir annars yfirleitt ágætt skyggni. Þarna er um 17 metra dýpi, og ávalt mikið líf, eins og t.d. Steinbítur og Skötuselur, sem er nokkuð algengir í Garðinum. Ef menn vilja komast í góða köfun á stað sem klikkar sjaldan, er bryggjuendinn í Garðinum málið. Hafa þarf í huga að aðeins er hægt að kafa þarna í góðu veðri og eins geta straumar verið varasamir.