Print this page

Kárastaðir


Kárastaðir er einn af mörgum góðum stöðum við Þingvallavatn. Til að komast að þessum stað er beygt til hægri niður að vatninu skömmu eftir að menn aka framhjá Vinaskógi, ef Mosfellsheiðin er ekin. Þarna er farið niður að lítilli vík, þar eru tvær sprungur sem liggja frá landi og út i vatn.  Sniðugt er að kafa aðra sprunguna út og hina tilbaka. Þetta er ekki eins áhugaverður staður eins og Silfra og Davíðsgjá, en samt þess virði að kíkja á hann.