Print this page

Héðinn Ólafsson

Héðinn

Héðinn hóf köfunarferil sinn árið 1999 og tók Open Water Diver og Advanced Open Water Diver hjá Köfunarskólanum. Því næst tók Héðinn Rescue Diver og Divemaster hjá Finnbirni Finnbjörnssyni. Árið 2001 fór Héðinn til Englands og tók Open Water Scuba Instructor og Medic First Aid Instructor námskeið hjá Looe Divers í Cornwall á suðvesturhluta Englands. Í beinu framhaldi af því í júní 2001 stofnaði Héðinn Köfunarskólann Kafarinn.is. Vorið 2008 tók Héðinn svo Staff Instructor og EFR réttindi hjá dananum Flemming Thyge sem kom til Íslands og hélt kennaranámskeið fyrir tilstilli Héðins.

PADI Staff Instructor #504022

Emergency First Responce Instructor
Dry suit Instructor
Deep Diver Instructor
Night Diver Instructor
Ice Diver Instructor
Wreck diver Instructor
Underwater photographer Instructor
Underwater naturalist Instructror
Diver Propulsion Vehicle Instructor
Underwater Navigator Instructor
Enriched Air Nitrox Instructor
Digital Underwater Photographer Instructor
Boat Diver Instructor
Underwater Videographer Instructor
Equipment Specialist Instructror
Drift Diver Instructor
Peak Performance Buoyancy Instructor
Search and Recovery Instructor
Project Aware Instructor
Coral Reef Conservation Instructor


Héðinn er giftur Sigrúnu Helgu Hreinsdóttur og eiga þau 3 dætur og sjö barnabörn. Héðinn starfaði lengi vel sem sendibílsstjóri hjá Sendibílastöð Hafnarfjarðar, var hluthafi í stöðinni og um tíma stjórnarformaður fyrirtækisins. Héðinn var í fastri verktakavinnu lengi vel hjá Vistor, áður Pharmaco í Garðabæ. Smátt og smátt minkaði Héðinn sendibílavinnuna og jók störf við köfunarskólann og í byrjun árs 2005 sneri Héðinn sér nær eingöngu að köfunarstörfum. Héðinn er handhafi fyrsta skírteinisins sem Siglingastofnun gaf út og veitir réttindi til kennslu á sportköfun á Íslandi.

Okkur vantar alltaf fleiri Divemastera og kennara sem geta hugsað sér að starfa við skólann. Þú getur sent póst á Héðinn í hedinn@kafarinn.is ef þú hefur áhuga á því að vera þátttakandi í næsta kafla um sögu skólans.