Print this page

Köfunarstaðir

Á íslandi eru fjölmargir góðir köfunarstaðir, en tveir köfunarstaðir sem eru í algjörum heimsklassa og er það Silfra á Þingvöllum og strýturnar í Eyjafirðinum.  Hér finnur þú lista yfir helstu staðina en ætlun okkar er að bæta á listann.  Til stendur að fara nokkrar könnunarferðir á þessu ári, þ.e.a.s. ferðir þar sem nyjir staðir verða kannaðir.  Verða þessir staðir kynntir jafnóðum og ferðirnar verða farnar.  Þetta eru félagsferðir og eru opnar öllum félögum í félaginu okkar.  Þeir sem áhuga kunna að hafa á því að koma með vinsamlegast hafi samband við Héðinn í síma 699 3000 eða í hedinn@kafarinn.is.