Print this page

Tilboð

 

 

Tilboð!

Þurrbúningsnámskeið.  Fyrir þá sem lært hafa erlendis er kjörið að skella sér á þetta námskeið og slá tvær flugur í einu höggi.  Læra að kafa í þurrbúning og að fá að kafa í Silfru Þingvöllum.  Í þessum pakka eru 5 kafanir þar sem við tökum 3 kafanir á degi 1 (þurrbúningsnámskeið) og tvær kafanir í Silfru á degi 2 (fun, fun og fun).  Verð aðeins kr. 95.000 með öllu, þ.e.a.s. bók til eignar, láni á búnaði og skírteini í námskeiðslok.  Áhugasamir verið í sambandi við Héðinn í síma 699 3000 eða á hedinn@kafarinn.is

Eldri tilboð  sem enn eru í gildi

Byrjendanámskeið.  Framundan erum við að fara af stað með byrjendanámskeið og að því loknu munu allir þáttakendur fá dúndurtilboð í kaup á öllum þeim búnaði sem til þarf til að stunda köfun.  Verðið á byrjendanámskeiðinu hefur nú í um 2 ár verið kr. 120.000 en er nú á tilboði fram á nýtt ár  á aðeins kr. 99.900.  Áhugasamir verið í sambandi við Héðinn í síma 699 3000 eða á hedinn@kafarinn.is