Utanlandsferðir
Köfunarskólinn Kafarinn.is skipuleggur köfunarferðir erlendis einu sinni til tvisvar á ári, en hér að neðan má sjá upplýsingar um það sem er framundan. Þeir sem áhuga kunna að hafa á því að koma með vinsamlegast hafi samband við Héðinn í síma 699 3000 eða í hedinn@kafarinn.is.
Rauða Hafið 20. mars 2009
Farið verður í svokallaða "Liveaboard" ferð þar sem við verðum í viku um borð í lúxussnekkju af flottustu gerð. Að þessu sinni verðum við um borð í M/Y Blue Horizon sem er flaggskip Blue o two flotans. Blue Horizon er 41 metrar á lengd og pláss er fyrir 26 kafara um borð. Um borð í bátnum er komið fram við alla sem konungsbornir væru og stjanað við mann allan daginn. Þrjár máltíðir eru bornar fram daglega og snarl liggur frammi þar á milli. Fjórar kafanir á toppstöðum eru í boði daglega í fimm daga. Sjötta daginn eru tvær kafanir í boði en síðasta sólarhringinn erum við í landi og höfum tækifæri á að skoða okkur um og versla minjagripi eða slappa af á barnum.
http://www.blueotwo.com/red_sea_liveaboards.htm
http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2003&progId=28910&itemId=25378